Ökutæki séu búin til vetraraksturs

Færðin er slæm á höfuðborgarsvæðinu.
Færðin er slæm á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Golli

Lögregla höfuðborgarsvæðisins brýnir fyrir ökumönnum að aka varlega enda er hálka á öllum vegum. Þá er á það bent að ökutæki skuli búin til vetraraksturs og of mörg dæmi um að ekið sé á slitnum sumardekkjum, en það telst til mikils gáleysis.

Umferð hefur gengið hægt í dag á höfuðborgarsvæðinu og ekki er útlit fyrir að veður lagist að marki vestan- og suðvestanlands fyrr en seint í kvöld og í nótt. Áfram verði hvöss V -átt og élin mjög dimm. 

Lögreglan minnir því á mikilvægi þess að hreinsa hrím eða snjó af bílrúðum og ljósum þegar svo ber undir. Sé það ekki gert setji hinir sömu sjálfa sig og aðra vegfarendur í hættu með takmörkuðu útsýni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert