Sigmund Eyjamaður ársins 2011

Handhafar Fréttapýramídans í hádeginu í dag.
Handhafar Fréttapýramídans í hádeginu í dag. Ljósmynd/Eyjafréttir

Skopmyndateiknarinn Sigmúnd Jóhannsson var í dag valinn Eyjamaður ársins 2011 hjá vikublaðinu Fréttum. Sigmúnd, sem teiknaði skopmyndir í Morgunblaðið um áratugaskeið, fékk Fréttapýramídann fyrir frumkvöðulsstarf í öryggismálum sjómanna auk þess að vera samviska þjóðarinnar í gegnum teikningar sínar.

Fleiri voru verðlaunaðir í dag og valdi ritstjórn Frétta Margéti Láru Viðarsdóttur íþróttamann ársins. Fyrirtæki ársins í Vestmannaeyjum er Grímur kokkur og framlag til menningarmála í Vestmannaeyjum fyrir árið 2011 hlaut Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðsstjóri Vestmannaeyjabæjar, fyrir að hafa ýtt Safnanótt úr vör.

Auk þess fengu skipstjórar og áhöfn á Herjólfi og starfsmenn Flugfélagsins Ernis blómvendi fyrir óeigingjarnt starf í samgöngumálum síðasta ár.

Eyjafréttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert