Eiríkur rauði ræktaði korn

Unnið að endurgerð bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð fyrir nokkrum …
Unnið að endurgerð bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð fyrir nokkrum árum.

Rannsóknir danskra vísindamanna frá danska þjóðminjasafninu færa sönnur á að norrænir víkingar, sem settust að á Grænlandi um árið þúsund, stunduðu kornrækt. Hafa fundist leifar af byggaxi við Brattahlíð á Suður-Grænlandi þar sem Eiríkur rauði settist að.

Fjallað er um málið í Kristeligt Dagblad í Danmörku. Þar kemur fram, að lengi hafi verið talið að víkingarnir hafi stundað landbúnað, þar á meðal kornrækt, á Grænlandi en sannanir hafi ekki fundist fyrr en í sumar þegar fornleifafræðingar fundu örsmáar leifar af byggaxi við uppgröft á svæðinu.

Blaðið hefur eftir Peter Steen Henriksen, sérfræðingi hjá danska þjóðminjasafninu, að þessi niðurstaða auki til muna á skilning á lifnaðarháttum norrænna manna á Grænlandi fyrir þúsund árum. 

Þetta þýðir m.a. að norrænu víkingarnir hafa getað bruggað öl á Grænlandi.

Kristeligt Dagblad

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert