Skammstafa þarf löng nöfn í þjóðskrá

mbl.is/Sverrir

Mörg löng mannanöfn eru skammstöfuð í tölvuútgáfu þjóðskrár. Þar er aðeins mögulegt að fullskrifa nöfn með 31 staf, ásamt stafabilum, eða færri.

Börn geta borið allt að sex nöfn og kenninöfn, það er að segja þrjú eiginnöfn, millinafn og tvö kenninöfn. Ákveðnar reglur gilda um hvernig beri að skammstafa nöfn barna, ef ekki næst samkomulag við foreldra.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að Þjóðskrá sé að hefja undirbúning að lagfæringum á hugbúnaði svo hægt sé að birta fleiri nöfn óskammstöfuð. Áfram verður eitthvert hámark. Ekki liggur þó fyrir hvenær breytingarnar ná fram að ganga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert