Konur eru áfram án atvinnu

VR minnti í desember á að margir félagsmenn þeirra væru …
VR minnti í desember á að margir félagsmenn þeirra væru enn án vinnu. Atvinnuleysi meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu jókst í fyrra. mbl.is/Golli

Atvinnuleysi meðal kvenna hefur ekkert dregist saman frá hruni, en hins vegar hefur atvinnuleysi meðal karla minnkað úr 8,9% árið 2009 í 7,2%. Um 7,4% kvenna voru án vinnu í fyrra, en þetta hlutfall var 7,3% árið 2010.

Atvinnuleysi meðal kvenna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum jókst á síðasta ári og hefur ekki verið meira frá hruni.

Í fréttaskýringu um atvinnumál kvenna í Morgunblaðinu í dag segir Karl Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá Vinnumálastofnun, að almennur vöxtur hafi orðið í iðnaði og það skýri m.a. minna atvinnuleysi karla, en áfram sé samdráttur í starfsgreinum þar sem konur eru fjölmennar. Þetta eigi t.d. við um kvennastéttir sem starfa hjá ríkinu.

Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með lægri menntun sem hafa fengið vinnu. Í hópi þeirra sem eru bara með grunnskólapróf hefur fækkað um tæplega 1000 manns á atvinnuleysisskrá frá desember í fyrra til desember 2010.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert