Grafið úr ám í alla nótt

Menn hafa ekki haft undan að moka úr ám undir Eyjafjallajökli, en gríðarleg vatnshæð hefur myndast eftir leysingar og hláku í gær og nótt.

Að sögn Ólafs Eggertssonar, bónda á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, var mokað í alla nótt við Svaðbælisá og náðist að halda henni í farvegi sínum þótt ekki hefði mátt miklu muna að hans sögn. Bakkakotsá var líka full upp í brú og enn er mikið vatn í henni þótt það fari hægt minnkandi.

Lögreglan á Hvolsvelli biður vegfarendur að fara varlega á þessum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert