Túnin blotna og verða að mýrlendi

Svaðbælisá hefur sleikt brúarbitana á brúnni oft í vetur.
Svaðbælisá hefur sleikt brúarbitana á brúnni oft í vetur. mbl.is/Sigurjón

Farvegir ánna undir Eyjafjöllum eru sléttfullir af ösku og aur og árnar flæmast út á ræktunarlönd bænda. „Túnin blotna og verða að hálfgerðu mýrlendi,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri.

Mikið efni berst með ánum á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli og er ekki séð fyrir endann á því. Byggðir hafa verið varnargarðar til að beina vatninu áfram og stöðugt hefur verið unnið að uppgreftri úr Svaðbælisá svo hún haldist undir brúnni og rjúfi ekki hringveginn.

„Vandamálin stafa af öskunni í fjallshlíðunum. Hún er frekar gróf nálægt eldstöðinni. Þegar hún rennur niður lítt grónar heiðarnar tekur hún með sér mikinn jarðveg sem er að fylla alla árfarvegi,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Landgræðslan og Vegagerðin vinna að vörnum og hafa fengið sérstakar fjárveitingar til þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert