Fasteignasalan Miklaborg birti í gær auglýsingu þar sem hluti húsnæðis Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, er auglýstur til sölu eða leigu.
Um er að ræða 2850 fermetra skrifstofuhúsnæði á fimm hæðum, í austurhluta hússins og er það samtengt við bygginguna. Einnig er 800 fermetra skrifstofuhúsnæði í vesturenda byggingarinnar til leigu.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar segir þetta í samræmi við þá aðgerðaáætlun sem samþykkt var í lok mars á síðasta ári, af eigendum. „Hluti af því er eignasala fyrir 10.000 milljónir sem dreifist á fjögur ár,“ segir Bjarni í Morgunblaðinu í dag. „Í fyrra var áætlunin, fyrsta árið í planinu að selja fyrir milljarð króna.“ Hins vegar náðist að selja fyrir 1.120 milljónir.