Húðflúrari handtekinn

Lögreglan
Lögreglan mbl.is

Dagurinn hefur verið með rólegra móti í flestum lögregluumdæmum landsins og lítið um stærri mál. Lögreglan á Egilsstöðum fékk ábendingu þess efnis að óprúttinn aðili starfrækti í heimahúsi ólöglega húðflúrstofu. Voru lögreglumenn því sendir á vettvang.

Í ljós kom að umrædd húðflúrstofa hefur verið starfrækt í húsinu um talsvert langt skeið og var því tekin ákvörðun þess efnis, í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið, að stöðva starfsemina. Maðurinn játaði sök við yfirheyrslur. 

Mjög strangar reglur gilda um aðbúnað og hreinlæti á húðflúrstofum og á maðurinn yfir höfði sér fjársekt vegna brotsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert