Um þrjá stóra skjálfta að ræða

Þrír skjálftar mældust yfir þrjú stig í nótt.
Þrír skjálftar mældust yfir þrjú stig í nótt. Mynd/Veðurstofa Íslands

Þrír nokkuð stórir jarðskjálftar skóku suðvesturhorn landsins í nótt. Fyrst um klukkan hálfeitt en þá mældist skjálfti upp á 3,7 stig í grennd við Helgafell, rétt upp úr klukkan eitt mældust svo tveir skjálftar; annars vegar 4,2 í grennd við Helgafell og svo 3,4 í grennd við Litlu Kaffistofuna.

Samkvæmt því sem mbl.is, kemst næst urðu engar meiriháttar skemmdir af völdum skjálftanna, en vitað er að þeir fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og einnig í Hveragerði. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki um óvenjuleg jarðskjálftasvæði að ræða. 

Mikið hefur verið um eftirsjkálfta í grennd við Helgafell, skjálftar frá einu stigi og upp í 2,9 stig hafa mælst. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftavirknin heldur áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert