Hættur að verja Gunnar

Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson

Skúli Bjarnason lögmaður hefur sagt sig frá því að verja Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, vegna trúnaðarbrests. Segir í tilkynningu frá Skúla að nýjar upplýsingar sem fram komu í uppsagnarbréfi Gunnars í gær, og skýrðust með ákveðnum hætti í gærkvöldi, hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu og eru til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg.

„Sú niðurstaða er hörmuð, sérstaklega í ljósi þess að undirritaður (Skúli, innskot blaðamanns), er enn þeirrar skoðunar að fyrrverandi umbjóðandi minn hafi  verið beittur rangindum í hinu löglausa uppsagnarferli. Öll meðferð málsins og aðkoma undirritaðs að því fram að hinum nýju upplýsingum stendur óhögguð. Gunnar verður sjálfur að gefa skýringar á sínum þætti og er honum óskað velfarnaðar í framtíðinni,“ segir í tilkynningu sem Skúli Bjarnason hefur sent frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert