Lögregla yfirheyrði þrjá menn í dag vegna kæru stjórnar Fjármálaeftirlitsins á hendur Gunnari Þ. Andersen, fráfarandi forstjóra FME. Um er að ræða tvo menn auk Gunnars og hafa þeir allir réttarstöðu sakbornings.
Þetta segir Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins telur að Gunnar hafi fengið bankaupplýsingar með ólögmætum hætti. Gunnar gekk sjálfur á fund lögreglu í dag og gaf þar skýrslu, en stjórn FME kærði hann í gærmorgun og þá fékk hann uppsagnarbréf.