Beiðni um hækkun póstburðargjalds

Íslandspóstur vill hærri burðargjöld fyrir bréf.
Íslandspóstur vill hærri burðargjöld fyrir bréf.

Íslandspóstur hefur lagt beiðni fyrir Póst- og fjarskiptastofnun um enn frekari gjaldskrárhækkun fyrir bréf innan einkaréttar.

Almennt burðargjald fyrir bréf í einkarétti er í dag 97 krónur en snemma sumars 2011 kostaði útburður á almennu bréfi 75 krónur.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag segir forstjóri Íslandspósts núverandi verð of lágt miðað við tilkostnað og að þörf sé á frekari hagræðingu innan fyrirtækisins. Frá árinu 2008 hefur starfsmönnum Íslandspósts fækkað um nær tvö hundruð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert