Gáfu 533 sinnum heimild til símhlerana

mbl.is/Brynjar Gauti

Á síðastliðnum þremur árum fór lögregla 539 sinnum fram á það við héraðsdómstóla að þeir veittu heimild til símhlerana. Í 533 tilvikum, í yfir 99% tilvika, voru kröfur lögreglu teknar til greina.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að inni í þessum tölum eru ekki úrskurðir um leyfi til að koma fyrir hlerunarbúnaði, um leyfi til að fylgjast með tölvusamskiptum og fleira. Reyndur verjandi gagnrýnir dómstóla fyrir að stimpla einfaldlega kröfugerðir lögreglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert