Bónuskerfi bílatrygginga afnumið

Tryggingafélögin hafa á undanförnum árum lagt niður bónuskerfi ökutækjatrygginga og nú hefur Vátryggingafélag Íslands (VÍS) lagt það niður síðast félaga.

Í staðinn hafa félögin komið sér upp margs konar afsláttarkjörum um leið og álag hefur aukist á þá hópa ökumanna sem valda hvað mestu tjóni. Hefur markmiðið með þessu verið að veita „bestu viðskiptavinunum bestu kjörin,“ eins og talsmaður Sjóvár orðaði það.

Friðrik Bragason, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs VÍS, segir að bónuskerfið hafi verið orðið úr sér gengið og ekki fylgt lengur þeirri hugmyndafræði sem lagt var af stað með í upphafi; að umbuna tjónlausum ökumönnum. Í staðinn hefði félagið lækkað grunniðgjöldin. Heildariðgjöld ökutækjatrygginga hafa eftir sem áður hækkað um 5% undanfarið ár, til samræmis við hækkun neysluvísitölunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert