Skiptar skoðanir um ábyrgð ríkisins

Frá Landsdómi í dag. Geir H. Haarde og Andri Árnason, …
Frá Landsdómi í dag. Geir H. Haarde og Andri Árnason, verjandi hans. mbl.is/Hjörtur

Fram kom í máli Jónínu S. Lárusdóttur, fyrrverandi ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins, fyrir Landsdómi í dag að nokkuð skiptar skoðanir hefðu verið á því innan samráðshópsins sem settur var á laggirnar í aðdraganda bankahrunsins hvort íslenska ríkið gæti hugsanlega þurft að axla ábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta.

Hún sagði það hafa verið nokkuð skýra afstöðu fjármálaráðuneytisins að íslenska ríkið bæri einungis ábyrgð á því að koma sjóðinum á laggirnar en hún sjálf hefði hins vegar verið þeirrar skoðunar að hægt væri að færa frambærileg rök fyrir því að ríkið bæri með einhverjum hætti ábyrgð á sjóðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert