Annir vegna ölvunar og óláta

Mikið um útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Flest málin voru vegna ölvunar og hávaða frá heimilum og skemmtistöðum. Málin voru af ýmsum toga. M.a. fékk lögregla tilkynningu í nótt um mann sem var að brjóta rúðu í Listasafninu við Tryggvagötu.

Annar ölvaður maður var handtekinn á Vegamótastíg grunaður um að hafa skemmt bifreið og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Þá var bifreið stöðvuð við Álfheima en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 

Lögreglu barst tilkynning í nótt um innbrot og þjófnað í íbúðarhúsnæði við Álfhólsveg í Kópavogi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert