EasyJet flýgur fyrsta flugið til Íslands í dag

Vél frá easyJet.
Vél frá easyJet. Reuters

Flugfélagið easyJet, stærsta flugfélag Bretlands, flýgur sitt fyrsta flug til Íslands í dag. Flogið verður milli Luton-flugvallar í London og Keflavíkur.

Lendir fyrsta vélin á Keflavíkurflugvelli kl. 8.40. Fulltrúar ISAVIA og breski sendiherrann, Ian Whitting, taka á móti fyrsta flugi.

EasyJet mun fljúga til Íslands þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum.

Paul Simmons, forstjóri easyJet í Bretlandi, segir í viðtali við Breaking Travel News nú í morgun að viðbrögð við flugi til Íslands hafi verið góð. Segir hann útlit fyrir að áfangastaðurinn Ísland verði einn sá vinsælasti hjá félaginu og því hafi verið ákveðið að fljúga allt árið til Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert