Íbúðalánasjóði breytt

Tekið verður fyrir að byggingarverktakar eða leigufélög sem rekin eru …
Tekið verður fyrir að byggingarverktakar eða leigufélög sem rekin eru í hagnaðarskyni fái lán. mbl.is/Golli

Velferðarráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um húsnæðismál. Megintilgangur með frumvarpinu er að bregðast við niðurstöðu rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á starfsemi Íbúðalánasjóðs (ÍLS), að því er segir í athugasemdum við frumvarpið.

ESA komst að þeirri niðurstöðu að ÍLS nyti ríkisaðstoðar. Því eru lagðar til ýmsar breytingar til þess að koma til móts við tilmæli ESA og að tryggja að veiting ríkisaðstoðar til ÍLS verði í betra samræmi við ríkisaðstoðarreglur EES-samningsins.

Lagt er m.a. til að þrenns konar hámörk verði á lánveitingum ÍLS til einstaklinga vegna fasteignakaupa. Þau eru að lán frá ÍLS fari ekki yfir 80% af matsverði íbúðar, að hámarkslán sjóðsins verði 20 milljónir kr. og að ÍLS megi einungis lána til kaupa á fasteignum að verðmæti allt að 50 milljónum kr. miðað við fasteignamat.

Þá er lagt til að takmarka lán ÍLS til endurbóta, byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði við almenn lán til einstaklinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert