Gjaldeyriseignasöfnun gæti útskýrt verðbólguna

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

„Með þessum dæmum um innflutningsverslunina og útflutningsviðskiptin var ég að benda á þá hættu sem höftin skapa fyrir verðbólguþrýsting, annars vegar vegna hærra innflutningsverðlags og hins vegar vegna veikara gengis.“

Þetta segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í Morgunblaðinu í dag um grein sína um gjaldeyrishöftin sem birtist í Fréttablaðinu í gær.

Að sögn Árna er þetta eitthvað sem menn hafa varað við á síðustu misserum. „Höftin skekkja viðskiptasiðferði á tvennan hátt. Þau skapa freistingu fyrir innflutningsfyrirtækin til þess að gera þetta, en þetta gerðu þau í miklum mæli á síðasta haftatímabili, þá söfnuðust afslættir upp úti og urðu eftir í félögum í útlöndum og skiluðu sér ekki inn til landsins,“ segir Árni Páll og bætir við: „Með sama hætti varð þá til svona tvöföld verðlagning, þar sem útflutningsfyrirtækin bjuggu til gerviviðskipti, seldu einum aðila í eigin eigu úti og svo áfram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert