Össur: Ekki rétt að hætta viðræðum

Össur Skarphéðinsson í Brussel.
Össur Skarphéðinsson í Brussel.

Krafa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðild að málshöfðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi vegna Icesave-málsins undirstrikar veikleika hjá ESA að mati Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra. Um þetta er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Össur segir að þetta gefi um leið Íslendingum færi á að koma að skriflegum athugasemdum við varnir ESB áður en munnlegur málflutningur hefst. Hann bendir á að þetta tækifæri hefðum við ella ekki fengið.

„Á því byggist væntanlega ekki síst sú afstaða okkar aðalmálflutningsmanns, Tim Ward, að það sé ekki í okkar þágu að leggjast gegn því að framkvæmdastjórnin hafi þennan hátt á sinni aðkomu,“ segir Össur sem telur jafnframt að þessi ósk ESB undirstriki styrk þeirrar greinargerðar sem íslensk stjórnvöld sendu frá sér fyrr á árinu.

Spurður hvort hann telji að slíta beri aðildarviðræðunum vegna kröfu framkvæmdastjórnarinnar segir Össur: „Nei, ég tel að það væri til marks um vantrú Íslendinga á sínum eigin röksemdum ef við óttumst svo rök og aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að við myndum rjúka til og hætta samningaviðræðum um óskyldan þátt, þ.e. aðild að ESB.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert