Strákarnir okkar í læstri dagskrá

Íslendingar og Norðmenn eigast við í vináttuleik.
Íslendingar og Norðmenn eigast við í vináttuleik. mbl.is/Árni Sæberg

Töluverðrar óánægju hefur gætt í þjóðfélaginu í kjölfar þess að leikir íslenska landsliðsins í handknattleik í undankeppni fyrir Ólympíuleikana voru sýndir í lokaðri dagskrá.

365 miðlar keyptu sýningarréttinn á leikjunum sem fóru fram um síðustu helgi. 365 miðlar hafa í auknum mæli beint spjótum sínum að stórmótum sem „strákarnir okkar“ hafa tekið þátt í á undanförnum árum. Stöð 2 sport var til að mynda með réttinn á HM í Svíþjóð 2011, auk þess sem stöðin hefur þegar tryggt sér réttinn á HM karla á Spáni sem fram fer í janúar á næsta ári.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, málið ekki snúa beint að sambandinu.

RÚV gerði tilraunir til að kaupa réttinn á leikjunum í undankeppni Ólympíuleikanna en hafði ekki erindi sem erfiði. „Við gerðum eins og venjulega og buðum það sem okkur þótti réttlætanlegt að bjóða en annar aðili hefur væntanlega boðið hærra og því fór sem fór. Hins vegar eigum við réttinn á Ólympíuleikunum sjálfum og munum þar fylgja íslenska liðinu eftir,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert