Milljón á mann í Grímsey

Útgerðarmennirnir og bræðurnir Sigurður og Gunnar Hannessynir.
Útgerðarmennirnir og bræðurnir Sigurður og Gunnar Hannessynir. mbl.is/Skapti

Sigurður Hannesson, útgerðarmaður hjá Sæbjörgu í Grímsey, áætlar að ef fyrirhuguð veiðigjöld nái fram að ganga muni útgerðir staðarins þurfa að greiða um 100 milljónir króna í veiðigjald.

Sigurður tekur fram að um grófa áætlun sé að ræða en til samanburðar eru íbúar Grímseyjar tæplega hundrað og yrði gjaldið því um milljón krónur á hvern íbúa.

Rætt er við útgerðarmenn og stýrimann í Grímsey í Morgunblaðinu í dag og lýsa þeir allir yfir áhyggjum af áhrifum kvótafrumvarpanna á byggðina í Grímsey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka