Frá Bolungarvík í biskupsstól

Bolvíkingar flögguðu Agnesi til heiðurs, nýkjörnum biskup og fráfarandi sóknarpresti …
Bolvíkingar flögguðu Agnesi til heiðurs, nýkjörnum biskup og fráfarandi sóknarpresti þeirra. mbl.is/Baldur Smári Einarsson

Bolvíkingar drógu fána að húni í dag til að fagna kjöri Agnesar M. Sigurðardóttur, nýkjörins biskups Íslands, en hún hefur þjónað Bolvíkingum undanfarin 17 ár.

„Við erum óskaplega stolt af okkar sóknarpresti og okkur finnst alls ekki að við séum að missa hana, heldur munum við deila henni með íslensku þjóðinni,“ sagði Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, í samtali við mbl.is.

Elías segir að bæði fólk og fyrirtæki hafi flaggað Agnesi til heiðurs. „Agnes er vel að þessu komin og við treystum henni vel í starfið. Það er gaman að því fyrir okkur að hún fari beint frá Bolungarvík í biskupsstólinn,“ sagði Elías.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert