Mikill meirihluti vill ekki í ESB

AP

Mikill meirihluti Íslendinga er andsnúinn inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og fjallað var um í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Samtals eru 53,8% andvíg inngöngu í ESB samkvæmt könnuninni en 27,5% eru henni hlynnt. 19,7% tóku ekki afstöðu. Ef aðeins er miðað við þá sem taka afstöðu með og á móti eru 66% á móti inngöngu í sambandið en þriðjungur fylgjandi.

Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samstöðu er andvígur því að gengið verði í ESB en meirihluti Samfylkingarinnar eru því hins vegar hlynntur.

Haft er eftir Rúnari að þeir sem eru á móti því að fara inn í ESB hafi sterkari skoðun á málinu og séu þar af leiðandi ólíklegri til þess að skipta um skoðun.

Spurt var: Ertu fylgjandi eða mótfallinn því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Úrtakið var 1.900 manns og var svarhlutfallið 67%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert