Laun stjórnenda hækkuðu mest

Laun á almennum markaði hafa ekki hækkað í samræmi við …
Laun á almennum markaði hafa ekki hækkað í samræmi við verðbólguþróun í landinu mbl.is/Golli

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu að meðaltali um 4,3% milli áranna 2010 og 2011. Sú hækkun er í takt við kjarasamninga en heldur ekki í við verðbólgu, sem var 5,6% á sama tíma.

Þá sýna niðurstöðurnar að tekjur æðstu stjórnenda fyrirtækja hækkuðu nokkru meira en tekjur annarra hópa á tímabilinu. Laun æðstu stjórnenda hækkuðu um 9,9%, laun millistjórnenda um 8,3% en tekjur annarra hópa hækkuðu um 1-7%. Þetta er niðurstaða launagreiningar PwC fyrir árið 2011.

Samkvæmt greiningunni voru föst mánaðarlaun á Íslandi 463 þúsund krónur að meðaltali en  heildarlaun voru að meðaltali 513 þúsund krónur á mánuði.

Laun farin að hækka á ný eftir lækkun í kjölfar hrunsins

Tekjur  stjórnenda  fyrirtækja  og  stofnana hækkuðu nokkru meira en tekjur annarra  hópa  milli  áranna  2010  og  2011.  Þannig  hækkuðu  laun  æðstu stjórnenda  (forstjóra og framkvæmdastjóra) um 9,9% og laun millistjórnenda um 8,3%.  Aðrir hópar hækkuðu minna eða á bilinu 1-7%.

„Niðurstöður Launagreiningar PwC sýna að tekjur hópa, sem lækkuðu tímabundið eftir  efnahagshrun,  eru  farnar  að hækka á nýjan leik. Launaþróun ólíkra hópa  er  æði  misjöfn og sömu sögu er að segja um hlutföll fastra launa og aukagreiðslna  í  heildarlaunum. 

Greind voru laun eftir 94 starfsheitum og kemur  m.a.  í  ljós  að  fjórðungur launa fólks í ósérhæfðum störfum eru í formi  aukagreiðslna  ofan  á  föst  laun.  Iðnaðarmenn eru einnig með hátt hlutfall  aukagreiðslna  ofan  á  föst  laun eða um fimmtung. Flestir hópar byggja  laun  sín  að  mestu  á  föstum launum og eru aðeins með um 3-6% af aukagreiðslum í heildarlaunum sínum,“ segir í tilkynningu.

Í  ofangreindum  tölum  yfir  föst  laun  er  miðað við grunnlaun og fastar aukagreiðslur   einstaklinga.   Heildarlaun  eru  föst  laun  að  viðbættum breytilegum  aukagreiðslum s.s. greiðslum fyrir unna yfirvinnu, akstur skv. akstursdagbók, álagsgreiðslur, bónusgreiðslur o.s.frv.

 Launagreining  PwC  er  unnin  árlega  og miðast við laun í septembermánuði hvers árs. Gögnin sem liggja að baki greiningunni eru fengin milliliðalaust úr  launakerfum  fyrirtækja  og stofnana. Greiningin byggir á raungögnum en ekki  á  könnunum  eða svörum vinnuveitenda eða launþega.

Launagreining PwC 2011  byggir  á  upplýsingum  um  laun  15.000  einstaklinga  og  gefur því greinargóða og raunsanna mynd af stöðu og þróun markaðslauna á Íslandi, segir í tilkynningu frá PwC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert