Vestfirðingar skora á Ögmund

Frá afhendingu undirskriftanna í dag.
Frá afhendingu undirskriftanna í dag. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Vestfirðingar afhentu Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra um 4000 undirskriftir í dag þar sem þess er krafist að Dýrafjarðargöng verði gerð.

Sigmundur Þórðarson á Þingeyri, einn aðstandenda undirskrifasöfnunarinnar, segir að ráðherra hafi sýnt málinu mikinn skilning. „Hann veit hver þörfin er eins og margoft hefur komið fram í hans máli. Við tókum loforð af honum að hann myndi koma okkar sjónarmiðum á framfæri.“

Sigmundur segir Vestfirðinga bjartsýna á að göngin verði að veruleika. „En við teljum að það halli verulega undan fæti á meðan okkur vantar göng. Samgöngur eru forsenda þess að það verði hægt að búa hér. Það þarf að vera fært allan ársins hring.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka