„Ég er bara ósammála honum,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún var spurð á Alþingi um ummæli Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, um að skoða þyrfti hvort bera ætti undir þjóðina hvort halda ætti áfram aðildarviðræðum við ESB.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu út í ummæli Árna Páls. Ólöf sagði það flestum ljóst að hér væri minnihlutastjórn. Stjórnin þyrfti að semja sig í gegnum öll helstu mál ríkisstjórnarinnar.
Jóhanna mótmælti því að það væri starfandi minnihlutastjórn í landinu. Það vildi hins vegar svo til að mörg mál sem ríkisstjórnin legði áherslu á ættu sér samhljóm í stjórnarandstöðunni.
Jóhanna spurði um hvað ætti að kjósa ef málið væri lagt fyrir þjóðina nú. Nær væri að kjósa um þá niðurstöðu sem kæmi út um samningnum um ESB.