Ósammála Árna Páli

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég er bara ósammála honum,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún var spurð á Alþingi um ummæli Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, um að skoða þyrfti hvort bera ætti undir þjóðina hvort halda ætti áfram aðildarviðræðum við ESB.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu út í ummæli Árna Páls. Ólöf sagði það flestum ljóst að hér væri minnihlutastjórn. Stjórnin þyrfti að semja sig í gegnum öll helstu mál ríkisstjórnarinnar.

Jóhanna mótmælti því að það væri starfandi minnihlutastjórn í landinu. Það vildi hins vegar svo til að mörg mál sem ríkisstjórnin legði áherslu á ættu sér samhljóm í stjórnarandstöðunni.

Jóhanna spurði um hvað ætti að kjósa ef málið væri lagt fyrir þjóðina nú. Nær væri að kjósa um þá niðurstöðu sem kæmi út um samningnum um ESB.

Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason
Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka