Netkerfi kortlögð í Háskólabíói

Flestir af helstu netkerfasérfræðingum heims eru staddir hér á landi í tengslum við netkerfaráðstefnu sem sett var í Háskólabíói í dag. Terena, Samtök rannsókna- og menntaneta í Evrópu, standa fyrir ráðstefnunni sem lýkur á fimmtudag þar sem teknar verða ákvarðanir um þróun tölvuneta á næstunni. 

Ýmir Vigfússon, lektor við Háskólann í Reykjavík, sem er í dagskrárnefnd segir það vera afar jákvætt fyrir íslenska aðila í geiranum að ráðstefnan sé haldin hér á landi þar sem þekking og tengingar skapist innan geirans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert