Öskumistur í Reykjavík

Mistur yfir Reykjavík
Mistur yfir Reykjavík Morgunblaðið/Ómar

Mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í gær og dag, 20. og 21. maí. Um er að ræða svifryk sem berst frá öskufallssvæðinu fyrir austan fjall.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má búast við að svipaðar aðstæður ríki fram eftir degi. Búist er við úrkomu um mestallt sunnan- og austanvert landið í kvöld og í kjölfarið má reikna með að loftgæði batni í Reykjavík.

Styrkur svifryks kl. 13:00 var 57,5 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöðinni við Grensásveg og meðaltalið frá miðnætti var 140 míkrógrömm á rúmmetra. Mörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring. Styrkur svifryks (PM10) í Reykjavík gæti því farið yfir heilsuverndarmörk í dag. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu taka tillit til aðstæðna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert