Allt að 20 stiga hiti um hvítasunnuhelgina

Hitinn mun koma um helgina.
Hitinn mun koma um helgina. mbl.is/Eggert

,,Helgin lítur vel út, Norðausturlandið hefur þó vinninginn,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, um veðurspána fyrir komandi hvítasunnuhelgi. Nokkuð hlýtt verður á öllu landinu alveg fram í næstu viku.

Það verður þó skýjað að einhverju leyti og rigning með köflum sunnan- og vestantil fram að helgi, en besta veðrið verður á norðausturhluta landsins og Austurlandi. Þar getur hitinn orðið allt að 20°C og strax í dag fer að hlýna meira á öllu landinu.

Á Suðvesturlandi fer veðrið hlýnandi með helginni og verður orðið mjög gott á sunnudag.

Á fimmtudag og föstudag dregur úr úrkomu á Suðausturlandi og hlýjasta veðrinu spáð þar á hvítasunnudag. Á höfuðborgarsvæðinu verður ekki jafn hlýtt fyrr en á mánudag en þangað til verður frekar skýjað. Þá verður veður milt og gott alls staðar á landinu eftir helgi. Úrkomulítið verður um helgina á öllu landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert