Athugasemdir við Rússa

Rússnesk skip umskipa afla í Hafnarfjarðarhöfn eftir veiðar á Reykjaneshrygg.
Rússnesk skip umskipa afla í Hafnarfjarðarhöfn eftir veiðar á Reykjaneshrygg. mbl.is/Jim Smart

Íslensk stjórnvöld hafa komið alvarlegum athugasemdum á framfæri við sendiherra Rússlands á Íslandi vegna karfaveiða Rússa á Reykjaneshrygg.

Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær, og sagði að verið væri að íhuga frekari aðgerðir.

Sigurgeir sagði að í undirbúningi væru viðræður á milli ríkjanna um lausn málsins. Vonast væri til að fundur yrði haldinn innan tveggja vikna.

Karfastofnar á Reykjaneshrygg hafa minnkað mjög á síðustu árum og hafa Ísland, Færeyjar og Grænland, ásamt Evrópusambandinu og Noregi, gert með sér samkomulag um verulegan samdrátt á veiðum úr þessum stofnum. Rússar hafa ekki gerst aðilar að þessu samkomulagi og hafa tekið sér rúmlega 29 þúsund tonna kvóta á svæðinu í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert