Nefnd fer yfir vegi og skipulag

Hugmyndir að Svínavatnsleið.
Hugmyndir að Svínavatnsleið. mbl.is

Í ráði er að skipa nefnd til að fara yfir lög og hlutverk sveitarfélaga og ríkisins við ákvarðanir um lagningu vega þar sem ágreiningur er á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga.

Tilefni skipunar nefndarinnar er, samkvæmt upplýsingum Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, umræða sem hefur orðið um þá ákvörðun ráðherrans að Vegagerðin hætti að vinna að hugmyndum um styttingu hringvegarins í Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði.

Ögmundur telur umræðuna gefa tilefni til að velta fyrir sér endurskoðun skipulagslaga og vegalaga og veltir því fyrir sér hvort bræða þurfi saman vinnu þeirra tveggja sjálfstæðu stjórnsýslustiga sem vinna að þessum málum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert