Alsírsku drengirnir áfrýja - gæti skapað fordæmi í íslenskum dómstólum


Alsírsku drengirnir sem sakfelldir voru í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til Íslands hafa áfrýjað dómnum til hæstaréttar. Héraðsdómur dæmdi þá til 30 daga fangelsisvistar þann 30. apríl síðastliðinn.

Ragnar Aðalsteinsson er lögfræðingur drengjanna. Þeir segjast vera 15 og 16 ára. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á að leggja þann aldur til grundvallar meðan ekki hefur annað sannast.

„Við ætlum að láta reyna á ýmis atriði á sviði efnisréttar og réttarfars með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga landsins. Þá erum við sérstaklega að horfa til þess hvort að þeir njóti verndar 31. greinar flóttamannasamnings sameinuðu þjóðanna. Hún segir til um það að ef þú gefur þig fram við yfirvöld við komu til landsins þá njótir þú verndar. Þeir sóttu um pólitískt hæli mjög fljótlega eftir komu sína til landsins,“ segir Ragnar.  

Ragnar segir einnig verði látið á það reyna hvort sakfelling drengjanna í Héraðsdómi Suðurlands hafi verið á réttlátum forsendum sökum aldurs drengjanna.
„Í héraðsdómi tekin refsiákvörðun og hvergi var minnst á aldur drengjanna skipti máli þrátt fyrir lagaákvæði þar um,“ segir Ragnar

Falli dómur drengjunum í hag telur Ragnar það hafa fordæmisgefandi áhrif á Íslandi.

„Þá mundu dómstólar kanna það nánar hvort viðkomandi einstaklingur sæki um hæli og þá hvort viðkomandi líti á sig sem flóttamann. Hingað til hafa dómstólar eingöngu tekið afstöðu til þess hvort viðkomandi einstaklingar hafi komið inn í landið á fölsuðum skilríkjum. Þeir dómar hafa verið staðlaðir. En ef dómurinn fellur drengjunum í hag þarf að taka afstöðu til fleiri þátta sem viðkoma flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna. Þegar um börn er að ræða kemur þetta einnig við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ragnar.

Ragnar Aðalsteinsson.
Ragnar Aðalsteinsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert