Kosningamiðstöð Þóru opnuð

Þóra Arnórsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir. mbl.is/Ómar

Kosningamiðstöð forsetaframboðs Þóru Arnórsdóttur verður opnuð í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg í dag.

Opið hús verður í miðstöðinni milli kl. 16 og 20 og mun Þóra flytja ávarp þar sem hún fer yfir stefnumálin og baráttuna framundan, að því er segir í tilkynningu.

Þrjár kannanir voru birtar í fyrir helgi en samkvæmt tveimur þeirra, sem gerðar voru af Fréttablaðinu og Capacent, er Ólafur Ragnar með mest fylgi og umtalsvert forskot á Þóru sem kemur næst að fylgi. Sú þriðja sem MMR gerði sýndi þau Ólaf hins vegar með nákvæmlega jafnmikið fylgi.

„Nú eru fimm vikur til kosninga og skoðanakannanir sýna áfram sömu myndina í grófum dráttum, þótt fylgið hafi dalað aðeins í nýjustu könnun Fréttablaðsins. Þá er ekkert annað að gera en bretta upp ermar og tvíeflast í starfinu framundan. Munum samt að vera jákvæð og hafa gaman af þessu,“ sagði Þóra í kjölfarið á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka