Rótað í kerfi krókabáta

Verulegar breytingar verða á smábátakerfinu samkvæmt tillögu, sem nú er unnið með í atvinnuveganefnd Alþingis samfara vinnu við frumvarp um stjórn fiskveiða. Ganga þær þvert á það fyrirkomulag sem verið hefur síðustu ár.

Meðal annars mun vera rætt um að heimilt verði að selja og leigja aflamark, sem er til eins árs, úr kerfi minni bátanna, krókaaflamarkskerfinu, yfir í stóra aflamarkskerfið. Til þessa hefur aðeins verið heimilt að færa afla úr stóra kerfinu í litla kerfið, en ekki í báðar áttir og hefur það bæði gilt um aflamarkið og aflahlutdeildina, sem er varanlegt aflamark.

Þá mun vera rætt um að heimilt verði að stækka báta í smábátakerfinu umfram þau 15 brúttótonn sem nú er miðað við. Eftir slíka stækkun geti útgerðarmenn valið að fara yfir í stóra kerfið. Loks má nefna að í tillögunum er gert ráð fyrir að aflaheimildir krókaflamarksbáta, smábáta, sem yrðu fluttar í stóra kerfið myndu skerðast um 10%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert