Annarri umræðu um veiðigjöld lokið

Frá Alþingi. Mynd úr safni.
Frá Alþingi. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Annarri umræðu um veiðigjöld á Alþingi lauk nú rétt fyrir miðnætti. Málinu var frestað og tekið af dagskrá.

Þingmenn hafa í allan dag rætt frumvarp um veiðigjöld, en það var Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var síðasti ræðumaður kvöldsins.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöld ekkert liggja fyrir um hvort gerðar yrðu frekari breytingar á frumvarpinu um stjórnkerfi fiskveiða. Stjórnarandstaðan myndi ekki ganga til samninga um þinglok fyrr en gerðar yrðu tilslakanir í sjávarútvegsmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka