Hjólar hringinn um landið

Snorri Már var á Blönduósi í morgun og ferðinni heitið …
Snorri Már var á Blönduósi í morgun og ferðinni heitið í Varmahlíð. mbl.is/Jón Sigurðsson

„Skemmtiferð – þín hreyfing – þinn styrkur“ eru kjörorð Snorra Más Snorrasonar sem lagði af stað á reiðhjóli frá Reykjavík á sunnudaginn og stefnir að því að hjóla hringinn. Snorri er Parkinsonsjúklingur og hjólar í þeim eina tilgangi að hvetja fólk til dáða að hreyfa sig sem það getur.

Snorri lagði upp frá Blönduósi í morgun og stefnir á að komast í Varmahlíð í kvöld eða jafnvel lengra ef veðrið verður hagstæðara en í gær. Það var norðaustan strekkingur og 4 stiga hiti þegar Snorri lagði af stað frá Blönduósi í morgun og gránað hafði í efri hlíðum Langadalsfjalls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert