Áttundi hver íbúi í Austurbæ Reykjavíkur, eða hátt í 2.600, er af erlendu bergi brotinn. Hefur þeim fjölgað um 1.300 í bæjarhlutanum á tíu árum.
Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að tæplega 2.200 erlendir ríkisborgarar búa í Breiðholti, 10,5% íbúanna, og 1.500 í Vesturbænum, 9,2%.
Hlutfallið er lægst í Grafarholti, 2,7%, en að auki eru rétt rúm 3% íbúanna í Grafarvogi og Borgarholti með erlent ríkisfang.