Meiri skatt af minni tekjum

68,7% álagðra tekju- og eignarskatta eru lögð á 20% fjölskyldna.
68,7% álagðra tekju- og eignarskatta eru lögð á 20% fjölskyldna. mbl.is/Golli

„Það er athyglisvert að 68,7% álagðra tekju- og eignarskatta eru lögð á 20% fjölskyldna í landinu. Á undanförnum árum hefur hlutur 10% fjölskyldna landsmanna í heildarskattbyrði farið vaxandi en árið 2001 greiddu þessir framteljendur 61,8% álagðra skatta.“

Þannig segir í grein í nýjasta hefti Tíundar, tímarits Ríkisskattstjóra. Þar fjallar Páll Kolbeins, hagfræðingur embættisins, um breytingar á sköttum, tekjum, skuldum og eignum.

Þróunin frá 2009 hefur verið sú, að færri greiða skatta en áður og flestir greiða minni skatta en tekjuhæstu fjölskyldurnar bera meiri skatta af minni tekjum nú en fyrir nokkrum árum. Ráðstöfunartekjur hafa almennt minnkað. „Árið 2011 var nær helmingur skatta lagður á 10% fjölskyldna,“ segir í greininni.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að þegar framteljendum er skipt upp í hópa kemur í ljós að það eina prósent fjölskyldna sem var með hæstar tekjur 2010 greiddi 138,3% hærri skatta af tekjum en 2007.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert