Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var í morgun við æfingar með þýsku herskipunum Frankfurt og Emden á Faxaflóa.
Með báðum skipunum voru æfðar hífingar, aðflugi stjórnað frá skipinu með þeirri tækni sem notuð er í mjög litlu skyggni og lending á þyrlupalli. Var þyrlan fest niður, sleppt og tekið á loft. Gekk æfingin mjög vel, góð þjálfun fyrir báða aðila, en nokkur munur virðist vera á verklagi þeirra og Landhelgisgæslunnar.