Fjöldi mála samþykktur fyrir þinglok og þingi frestað fram á haust

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/Þorkell

Þingi var frestað nítján mínútum fyrir í miðnætti í gærkvöldi. Alþingi kemur aftur saman hinn 11. september.

Fjöldi frumvarpa var samþykktur til laga í gær og bar þar hæst frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjald.

Af öðrum málum sem samþykkt voru fyrir þinglok má helst nefna samgönguáætlun, lög um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar, lög um virðisaukaskatt, fjármálafyrirtæki og innistæðutryggingar.

Þá voru lög um loftslagsmál samþykkt en með þeim verður kolefniskvótakerfi Evrópusambandsins tekið upp hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka