Nóttin var fremur róleg í flestum lögregluumdæmum landsins en þó hafði lögreglan á Selfossi afskipti af tveimur ökumönnum og var þeim gert að hætta akstri. Báðir eru þeir karlmenn og er annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en hinn undir áhrifum áfengis.
Mennirnir voru báðir stöðvaðir skammt frá Selfossi við reglubundið umferðareftirlit lögreglu.
Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum einnig afskipti af einum ökumanni í nótt sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tveir voru einnig teknir fyrir of hraðan akstur í sama umdæmi, annar á Reykjavíkurvegi en hinn á Grindavíkurvegi.