Jarðskjálftinn mældist 3,1

Skálftinn átti upptök í Ingólfsfjalli. Myndin er úr myndasafni.
Skálftinn átti upptök í Ingólfsfjalli. Myndin er úr myndasafni. Kristinn Ingvarsson

Veðurstofan hefur yfirfarið mælingar á jarðskjálftanum sem varð í Hveragerði í hádeginu. Hann reyndist 3,1 að stærð sem er nokkru meira en talið var í fyrstu. Upptök skjálftans voru norðarlega í Ingólfsfjalli. Nokkrir smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Evgenia Ilyinskaya, eldfjallafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að síðustu vikur hafi verið aukin smáskjálftavirkni í Ingólfsfjalli. Þetta sé stærsti skjálfti í þessari hrinu. Hún segir að nokkrir smærri skjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Hún segist reikna með að skjálftarnir haldi áfram. Virknin hafi heldur verið að aukast síðustu daga.

Íbúar í Hveragerði fundu vel fyrir skjálftanum og hann fannst víðar, m.a. á Selfossi. Ekki er vitað um neinar skemmdir af völdum hans.

Korið sýnir staðsetningu skjálftans.
Korið sýnir staðsetningu skjálftans.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert