Tvær vélar lentu með veikt fólk

Leifsstöð í Keflavík.
Leifsstöð í Keflavík. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Í dag þurftu tvær flugvélar á leið yfir Atlantshafið að lenda í Keflavík með veika farþega eða áhafnarmeðlimi. Um var að ræða flugvél þýska flugfélagsins Lufthansa og vél bandaríska flugfélagsins Delta Airlines.

Frá þessu segir á vefsíðu Víkurfrétta

Síðdegis í dag þurfti Airbus flugvél frá Lufthansa, sem var á leið frá München í Þýskalandi til San Fransisko í Bandaríkjunum að lenda í Keflavík er farþegi í vélinni veiktist. Sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja tóku á móti farþeganum sem var fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Fyrra útkallið var á tíunda tímanum í morgun, en þá barst tilkynning um að áhafnarmeðlimur um borð í þotu Delta Airlines, sem var á leið frá Hollandi til Bandaríkjanna hefði veikst og var hann fluttur á Landspítalann er til Keflavíkur var komið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert