Flugu lágflug yfir vöðunni

Flugvélar flugu lágflug yfir grindhvalavöðunni í Njarðvík í dag og margir bátar sigldu að því allir vildu verða vitni að þessum sjaldgæfa atburði. Hvalskoðunarbátur Hafsúlunnar kom með hóp fólks á svæðið til að skoða hvalina.

Algengt er að grindhvalavöður komi nálægt landi en það er þó sjaldgæft hér við land. Í dag voru mörg hundruð hvalir við Njarðvík en nokkrir þeirra syntu upp í fjöru og komust ekki aftur út af sjálfsdáðum. Þá stökk vaskur hópur manna til, fór í sjóinn og losaði hvalina svo þeir gátu synt aftur á haf út eins og sjá má í þessu myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka