Ef fram fer sem horfir verða kornhlöður bænda fullar í haust. Útlit er fyrir mjög góða kornuppskeru. Þá stefnir í besta ræktunarár repju og nepju til olíuframleiðslu til þessa.
„Mér sýnist að þetta ár muni svara ýmsum spurningum um það hvað repjan getur gert hér á landi,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri og formaður Landssambands kornbænda um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir að þegar fræuppskeran verði komin í hús í haust, verði tímabært að huga að kaupum á afkastameiri búnaði til að vinna olíu úr repjufræjunum.