Fáklæddir leiðsögumenn

Fyrirsæturnar skörtuðu sínu fegursta við skálann í Skaftafelli í dag. …
Fyrirsæturnar skörtuðu sínu fegursta við skálann í Skaftafelli í dag. Myndin er fengin að láni af Facebook síðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna.

Leiðsögumenn á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna birtu í dag skemmtilega mynd á Facebook síðu sinni. Leiðsögumennirnir stilltu sér upp fáklæddir fyrir myndatökuna við skálann í Skaftafelli.

„Yfirmaður okkar í bænum bað okkur um að útvega sér hópmynd. Hann gaf okkur ekki frekari leiðbeiningar svo við ákváðum að verða við þeirri bón á þennan skemmtilega hátt. Hann tók myndinni að sjálfsögðu fagnandi þegar hann sá hana,“ segir ein af fyrirsætunum.

Að sögn leiðsögumannanna sem allir eru karlmenn röðuðust vaktirnar þannig að aðeins eru nú karlmenn í Skaftafelli á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna. „Ætli það sé ekki kvenmannsleysið og þunna loftið sem gerir okkur svona kærulausa. Við viljum líka skora á stelpurnar sem eru á vakt á Sólheimajökli að gera slíkt hið sama og láta mynda sig á svipaðan hátt og við gerðum.“

Fyrirsæturnar vinna jafnan í 1-2 vikur og vinnudagurinn er tiltölulega hefðbundinn, frá 8-18. „Þetta eru 99% erlendir ferðamenn sem við fáum hingað. Við förum með þá upp á Svínafellsjökul. Það hefur verið mikil aðsókn í sumar enda veður verið mjög gott.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert