Skiltin verða tekin í dag

„Auglýsingaskilti varðandi þjónustu eða vörumerki fyrirtækis þíns sem staðsett er á gangstétt eða landi borgarinnar verður fjarlægt af starfsmönnum borgarinnar frá og með 1. ágúst 2012,“ segir meðal annars í tilkynningu til  fyrirtækja í miðborg Reykjavíkur frá byggingafulltrúa borgarinnar, Birni Stefáni Hallssyni. Í dag verða skiltin tekin og færð í vörslu í næstu hverfastöð Reykjavíkurborgar. Þangað geta eigendur nálgast þau innan 30 daga.

Ekki eru allir verslunareigendur sáttir við þetta og telja engan mun vera á skiltum og öðrum munum eða stólum og borðum sem eru fyrir utan verslanir. Einungis verða skilti fjarlægð en annar varningur er leyfður skv. ákveðnum reglum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka