Vilja hafa B-leið um Gufudalssveit með

Vestfjarðavegur um Gufudalssveit.
Vestfjarðavegur um Gufudalssveit. mbl.is

Kröfur eru gerðar um að Vegagerðin geri ráð fyrir B-leið í matsáætlun vegna umhverfismats við leiðaval fyrir nýjan Vestfjarðaveg nr. 60 um Gufudalssveit.

Vegagerðin gaf almenningi kost á að tjá sig um drög að tillögu að matsáætlun. Allmargar umsagnir hafa borist, að sögn Kristjáns Kristjánssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. Von er á fleiri umsögnum í þessari viku. Kristján telur að veigamestu athugasemdirnar snúi að því að ekki var gert ráð fyrir B-leiðinni svonefndu í drögunum.

B-leiðin þverar Gufufjörð og Djúpafjörð og liggur um Teigsskóg í Þorskafirði. Gert er ráð fyrir þessari leið í aðalskipulagi Reykhólahrepps. Vegagerðin telur hins vegar fullreynt, vegna dóms Hæstaréttar, að fá leyfi til að leggja veginn eftir þessari leið. Þess vegna ákvað stofnunin að skoða þrjár aðrar leiðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert